Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2022 06:26 Zelensky var vel tekið á bandaríska þinginu í gær. epa/Michael Reynolds „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. Selenskí heimsótti þingið og Hvíta húsið í gær, í sinni fyrstu opinberu heimsókn á erlendri grundu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Honum var vel tekið af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir að köll heyrist nú í síðarnefnda hópnum um endurskoðun fjárframlaga Bandaríkjanna til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir tveggja tíma fund með Selenskí að það væri hins vegar engan bilbug að finna meðal bandamanna og að Bandaríkin myndu styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefði. Happening Now: President Biden hosts a joint press conference with President Volodymyr Zelenskyy of Ukraine. https://t.co/6WhOYPL79t— The White House (@WhiteHouse) December 21, 2022 Biden sagði Selenskí hafa ítrekað mikilvægi samstöðu út árið 2023 og sagði ekki myndu skorta á hana af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr um daginn var tilkynnt um viðbótarframlag Bandaríkjanna upp á 1,8 milljarð dala, þar á meðal Patriot eldflaugavarnakerfi. Á blaðamannafundinum var Selenskí spurður að því hvað hann teldi „sanngjörn“ endalok á átökunum í landinu. Forsetinn sagðist ekki myndu slá af kröfum Úkraínumanna um sjálfræði, frelsi og endurheimt alls landsvæðis Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“ Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Selenskí heimsótti þingið og Hvíta húsið í gær, í sinni fyrstu opinberu heimsókn á erlendri grundu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Honum var vel tekið af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir að köll heyrist nú í síðarnefnda hópnum um endurskoðun fjárframlaga Bandaríkjanna til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir tveggja tíma fund með Selenskí að það væri hins vegar engan bilbug að finna meðal bandamanna og að Bandaríkin myndu styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefði. Happening Now: President Biden hosts a joint press conference with President Volodymyr Zelenskyy of Ukraine. https://t.co/6WhOYPL79t— The White House (@WhiteHouse) December 21, 2022 Biden sagði Selenskí hafa ítrekað mikilvægi samstöðu út árið 2023 og sagði ekki myndu skorta á hana af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr um daginn var tilkynnt um viðbótarframlag Bandaríkjanna upp á 1,8 milljarð dala, þar á meðal Patriot eldflaugavarnakerfi. Á blaðamannafundinum var Selenskí spurður að því hvað hann teldi „sanngjörn“ endalok á átökunum í landinu. Forsetinn sagðist ekki myndu slá af kröfum Úkraínumanna um sjálfræði, frelsi og endurheimt alls landsvæðis Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira