Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 10:17 Dennis McGory (74) var 28 ára gamall þegar hann nauðgaði og myrti hina fimmtán ára gömlu Jacqueline Montgomery árið 1975. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira