Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Snorri Másson skrifar 15. desember 2022 12:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku. Vísir Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar. Veður Jól Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar.
Veður Jól Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira