Brjóst í ríkissjónvarpinu fara fyrir brjóstið á Norðmönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 08:35 Norsku stjörnurnar þurftu að reyna að fá fjölskylduna til að hlæja. Eitt af jóladagatölum norska ríkissjónvarpsins, NRK, er afar umdeilt eftir innslag í þættinum á mánudaginn í þessari viku. Þar fór áhrifavaldur úr að ofan og bauð gestum mjólk í kaffið sitt. Jóladagatalið ber nafnið 24-stjerners julekalender, eða jóladagatal 24 stjarna. Í því keppast 24 frægir norskir einstaklingar um titilinn „Hin eina sanna jólastjarna“. Um er að ræða raunveruleikaþætti en líkt og venjan er með jóladagatöl þá birtist einn þáttur dag hvern í desember fram að jólum. Það er tólfti þáttur dagatalsins sem hefur vakið hvað mesta athygli fólks. Þar áttu stjörnurnar að reyna að fá fimm manna fjölskyldu og stjórnanda þáttanna, Markus Neby, til að hlæja sem mest. Til þess fékk fólkið tvær mínútur. Uppátæki áhrifavaldsins Øyunn Krogh til að fá fjölskylduna til að hlæja er afar umdeilt meðal norsku þjóðarinnar samkvæmt umfjöllun Dagbladet. Hún fór úr að ofan, greip utan um brjóst sín og spurði fjölskylduna hvort það mætti ekki bjóða þeim brjóstamjólk í kaffið sitt. Fjölskyldan tók vel í þetta og sigraði Øyunn keppnina. „Ógeðsleg hegðun,“ og „Ég skil ekki að NRK vilji sýna þetta,“ eru meðal ummæla um þáttinn sem Dagbladet fjallar um. Verkefnastjóri hjá NRK, Mirja Minares, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og bendir á að fyrr í dagatalinu hafi tveir aðrir keppendur farið úr að ofan, þeir Tete Lidblom og Emil Gukild. „Ég er meðvituð um að margir telji að brjóst séu eitthvað sem fólk ætti ekki að sjá í sjónvarpi. En þar sem fjölskyldan hafði gaman af þessu þá sáum við ekkert að því að birta efnið,“ hefur Dagbladet eftir Minares. Noregur Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Jóladagatalið ber nafnið 24-stjerners julekalender, eða jóladagatal 24 stjarna. Í því keppast 24 frægir norskir einstaklingar um titilinn „Hin eina sanna jólastjarna“. Um er að ræða raunveruleikaþætti en líkt og venjan er með jóladagatöl þá birtist einn þáttur dag hvern í desember fram að jólum. Það er tólfti þáttur dagatalsins sem hefur vakið hvað mesta athygli fólks. Þar áttu stjörnurnar að reyna að fá fimm manna fjölskyldu og stjórnanda þáttanna, Markus Neby, til að hlæja sem mest. Til þess fékk fólkið tvær mínútur. Uppátæki áhrifavaldsins Øyunn Krogh til að fá fjölskylduna til að hlæja er afar umdeilt meðal norsku þjóðarinnar samkvæmt umfjöllun Dagbladet. Hún fór úr að ofan, greip utan um brjóst sín og spurði fjölskylduna hvort það mætti ekki bjóða þeim brjóstamjólk í kaffið sitt. Fjölskyldan tók vel í þetta og sigraði Øyunn keppnina. „Ógeðsleg hegðun,“ og „Ég skil ekki að NRK vilji sýna þetta,“ eru meðal ummæla um þáttinn sem Dagbladet fjallar um. Verkefnastjóri hjá NRK, Mirja Minares, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og bendir á að fyrr í dagatalinu hafi tveir aðrir keppendur farið úr að ofan, þeir Tete Lidblom og Emil Gukild. „Ég er meðvituð um að margir telji að brjóst séu eitthvað sem fólk ætti ekki að sjá í sjónvarpi. En þar sem fjölskyldan hafði gaman af þessu þá sáum við ekkert að því að birta efnið,“ hefur Dagbladet eftir Minares.
Noregur Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira