Búinn að heyra í formanni samninganefndar Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. desember 2022 21:23 Friðrik Jónsson er formaður Bandalags háskólamanna. Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01