Viktor Gísli kosinn efnilegasti markvörður heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 13:46 Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum. Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM. Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM.
Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira