Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2022 22:50 Airbus A330-breiðþotan komin til nýrrar heimahafnar á Grænlandi. KNR Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira
Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23