Fyrrum stjóri Alberts óvinsæll: „Lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 07:31 Blessin (t.v.) var rekinn í vikunni. Hann var þjálfari Genoa þegar Albert gekk í raðir félagsins í janúar. Simone Arveda/Getty Images Federico Marchetti, fyrrum markvörður Genoa, liðs Alberts Guðmundssonar, fer ekki fögrum orðum um fráfarandi stjóra liðsins sem var rekinn í vikunni. Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46