Bein útsending: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 21:00 Tölvuteiknuð mynd af B-21 Raider huldusprengjuvélinni. AP/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna ætlar að opinbera nýja kynslóð huldusprengjuvéla í næstu viku en þær eru meðal annars hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Sprengjuvélarnar kallast B-21 Raider og eiga að leysa hinar víðþekktu vélar B-2 Spirit af hólmi. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira