Landsréttarmálið tveimur árum seinna Haukur Logi Karlsson skrifar 1. desember 2022 10:30 Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsréttarmálið Háskólar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar