Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:00 Graham Arnold og Aaron Mooy fagna eftir að Ástralir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Vísir/Getty Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“ HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“
HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn