Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 19:00 Christian Eriksen og félagar fá útreið í dönskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Ástralíu. Vísir/Getty Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“ HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira