KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 23:31 Steinar Aronsson segir að KR-ingar þurfi að losa sig við þjálfarann til að snúa genginu við. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn