Lögreglumaður dæmdur fyrir manndráp í Svíþjóð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:41 Aldrei áður hefur lögreglumaður í Svíþjóð verið ákærður fyrir manndráp, hvað þá sakfelldur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Nils Petter Nilsson Lögreglumaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að valda dauða manns í bænum Lidingö í Svíþjóð í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður og sakfelldur fyrir slíkt. Lögreglumaðurinn fær þó að halda starfi sínu þrátt fyrir dóminn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli. Svíþjóð Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli.
Svíþjóð Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira