Stríð gegn skynseminni Atli Bollason skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Bollason Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun