Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 15:29 Frá húsi rússnesku hjónanna í úthverfi Stokkhólms. EPA/Fredrik Sandberg/TT SWEDEN OUT Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. Hinir meintu njósnarar sem handteknir voru í Svíþjóð í morgun voru hjón frá Rússlandi. Þau eru bæði á sjötugsaldri, samkvæmt frétt SVT. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann. Í yfirlýsingu frá öryggislögreglu Svíþjóðar sem birt var í morgun segir að húsleit hafi verið gerð og að þriðja manneskjan hafi verið færð til yfirheyrslu vegna rannsóknarinnar. Sú rannsókn er sögð hafa staðið yfir um nokkuð skeið með aðstoð annarra löggæsluembætta og sænska hersins. Blaðamenn Aftonbladet hafa bankað upp á hjá nágrönnum hjónanna í dag. Haft er eftir þeim að þau virðist hafa lifað rólegu lífi. Þau hafi ekki verið mikið fyrir spjall en hafi heilsað fólki og verið kurteis. Þá eru hjónin sögð hafa unnið við inn- og útflutning en velta fyrirtækisins er sögð hafa verið um og yfir þrjátíu milljónir sænskar krónur á ári. Það samsvarar um fjögur hundruð milljónum króna. Heimildir Aftonbladet herma að maðurinn hafi notað fyrirtækið til njósna sinna. Það var til rannsóknar hjá skattyfirvöldum í Svíþjóð árið 2016 og var meðal annars gerð húsleit í húsnæði fyrirtækisins. Svíþjóð Rússland Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Sjá meira
Hinir meintu njósnarar sem handteknir voru í Svíþjóð í morgun voru hjón frá Rússlandi. Þau eru bæði á sjötugsaldri, samkvæmt frétt SVT. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann. Í yfirlýsingu frá öryggislögreglu Svíþjóðar sem birt var í morgun segir að húsleit hafi verið gerð og að þriðja manneskjan hafi verið færð til yfirheyrslu vegna rannsóknarinnar. Sú rannsókn er sögð hafa staðið yfir um nokkuð skeið með aðstoð annarra löggæsluembætta og sænska hersins. Blaðamenn Aftonbladet hafa bankað upp á hjá nágrönnum hjónanna í dag. Haft er eftir þeim að þau virðist hafa lifað rólegu lífi. Þau hafi ekki verið mikið fyrir spjall en hafi heilsað fólki og verið kurteis. Þá eru hjónin sögð hafa unnið við inn- og útflutning en velta fyrirtækisins er sögð hafa verið um og yfir þrjátíu milljónir sænskar krónur á ári. Það samsvarar um fjögur hundruð milljónum króna. Heimildir Aftonbladet herma að maðurinn hafi notað fyrirtækið til njósna sinna. Það var til rannsóknar hjá skattyfirvöldum í Svíþjóð árið 2016 og var meðal annars gerð húsleit í húsnæði fyrirtækisins.
Svíþjóð Rússland Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Sjá meira