Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 09:59 Gunnlaugur A. Júlíusson var sveitarstjóri Borgarbyggðar á árunum 2016 til 2019 og stefndi sveitarfélaginu árið 2020. Vísir/Vilhelm/Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar sem kom saman til fundar í gær. Fram kemur í bókuninni að nú hafi verið „staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra“. Segir að Landsréttur hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma. Teljist biðlaunatíminn fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrverandi sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti. „Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókuninni. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað og hefur byggðarráð nú falið núverandi sveitarstjóra, Stefáni Brodda Guðjónssyni, að fylgja málinu eftir. Rýrður starfsheiður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar sem kom saman til fundar í gær. Fram kemur í bókuninni að nú hafi verið „staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra“. Segir að Landsréttur hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma. Teljist biðlaunatíminn fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrverandi sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti. „Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókuninni. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað og hefur byggðarráð nú falið núverandi sveitarstjóra, Stefáni Brodda Guðjónssyni, að fylgja málinu eftir. Rýrður starfsheiður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25