Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:52 Formaður fjárlaganefndar telur að upphæð eingreiðslunnar muni hækka. Endanleg ákvörðun verður sennilega tekin í næstu viku. Vísir/Vilhelm Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. „Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
„Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01
Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48