Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 13:55 Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis. Gunnlöð Jóna Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum. Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár. Tækni Netöryggi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár.
Tækni Netöryggi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira