Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 18:08 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra ekki þora að mæta sér í Kastljósi í kvöld til þess að ræða Íslandsbankaskýrsluna. Hún segir málinu engan veginn vera lokið. Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira