Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 11:24 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tæpum tveimur árum síðan. Vísir/Arnar Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna. Veður Múlaþing Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Sjá meira
Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna.
Veður Múlaþing Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Sjá meira