Sýningarflugvélar skullu saman í lofti Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 23:06 B-17 sprengjuflugvél sprakk með miklum látum eftir að hún hrapaði í Dallas í dag. Nathaniel Ross Photography/AP Talið er að sex manns hafi verið um borð í tveimur gömlum herflugvélum sem skullu saman í lofti á hersýningu í Dallas í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira