Barcelona skoðar tvíeyki Villareal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:06 Jorge Cuenca gæti verið á leið aftur til Barcelona. Joan Valls/Getty Images Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira