Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 15:01 Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum. vísir/hulda margrét Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30. Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn