„Ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Gamithra Marga talar einstaklega fallega íslensku. Það er löngu vitað að það getur verið erfitt að læra tungumálið okkar enda nokkuð flókið. Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira