Tapaði fjallgönguástríðunni eftir áföll Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. vilborg arna „Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan. Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan.
Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01
Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12