Bóluefni gegn kommúnisma og enga framsóknarmenn takk Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 14:31 Bóluefni gegn kommúnisma var til sölu á landsfundarhófinu á laugardagskvöld. Tuttugu skilti með textanum „Enga Framsóknarmenn“ voru gerð og seldust þau öll. Skjáskot Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira