Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Guðrún fór rakleiðis í að gróðursetja eftir að titillinn fór á loft. Rosengård „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. „Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
„Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira