Bridget Jones gæti verið á leiðinni á hvíta tjaldið í fjórða sinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 15:02 Renee Zellweger gæti brugðið sér í hlutverk hinnar seinheppnu Brigdet Jones einu sinni enn. Hér má sjá Zellweger, ásamt Collin Firth og Hugh Grant á frumsýningu fyrstu myndarinnar. Gtty/Dave Hogan Aðdáendur gætu fengið að sjá meira af ævintýrum hinnar seinheppnu en elskulegu Bridget Jones. Helen Fielding, höfundur bókanna sem kvikmyndirnar vinsælu eru byggðar á, segir það vera í vinnslu að gera þriðju bókina að bíómynd. Fielding skrifaði bækurnar Bridget Jones's Diary og Bridget Jones: The Edge of Reason sem gerðar voru að samnefndum bíómyndum sem komu út árin 2001 og 2004. Það var leikkonan Renee Zellweger sem sló í gegn í hlutverki Bridget. Sjarmatröllin Collin Firth og Hugh Grant fóru svo með hlutverk mannanna tveggja sem Bridget sat föst í ástarþríhyrningi með. Árið 2016 kom svo út þriðja myndin Bridget Jones's Baby. Sú mynd var byggð á dálki sem Fielding hélt úti í breska dagblaðinu Independent. Fielding gaf svo út þriðju bókina, Bridget Jones: Mad About the Boy, árið 2013. Helen Fielding áritar bókina Bridget Jones: Mad About the Boy árið 2013.Getty/Ferdaus Shamim „Ég er að vinna í þessu“ Nú þegar sex ár eru liðin frá því að við sáum Bridget síðast á hvíta tjaldinu, hefur Fielding kveikt vonarneista hjá aðdáendum um að það gæti gerst aftur fyrr en síðar. „Ég er að vinna í þessu og ég vona innilega að það takist. Hver einasta bíómynd sem er gerð er kraftaverk. Það er rosalega erfitt að láta bíómyndir verða að veruleika. En ég myndi virkilega vilja sjá hana á skjánum,“ sagði Fielding í viðtali við The Radio Times á dögunum. Elskar að vera Bridget Sjálf hefur Zellweger látið hafa það eftir sér að hún væri meira en til í að bregða sér í hlutverk Bridget einu sinni enn. „Hún er svo skemmtileg. Ég elska að setja mig í hennar spor. Ég hef svo gaman að því að vera á setti, þar sem allar ákvarðanir sem við tökum snúast bara um það að gera líf hennar sem vandræðalegast. Það er svo gaman,“ sagði Zellweger í viðtali á árinu. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. 8. apríl 2020 11:31 Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Myndin nefnist Bridget Jones's Baby og verður frumsýnd næsta haust. 23. mars 2016 20:00 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Fielding skrifaði bækurnar Bridget Jones's Diary og Bridget Jones: The Edge of Reason sem gerðar voru að samnefndum bíómyndum sem komu út árin 2001 og 2004. Það var leikkonan Renee Zellweger sem sló í gegn í hlutverki Bridget. Sjarmatröllin Collin Firth og Hugh Grant fóru svo með hlutverk mannanna tveggja sem Bridget sat föst í ástarþríhyrningi með. Árið 2016 kom svo út þriðja myndin Bridget Jones's Baby. Sú mynd var byggð á dálki sem Fielding hélt úti í breska dagblaðinu Independent. Fielding gaf svo út þriðju bókina, Bridget Jones: Mad About the Boy, árið 2013. Helen Fielding áritar bókina Bridget Jones: Mad About the Boy árið 2013.Getty/Ferdaus Shamim „Ég er að vinna í þessu“ Nú þegar sex ár eru liðin frá því að við sáum Bridget síðast á hvíta tjaldinu, hefur Fielding kveikt vonarneista hjá aðdáendum um að það gæti gerst aftur fyrr en síðar. „Ég er að vinna í þessu og ég vona innilega að það takist. Hver einasta bíómynd sem er gerð er kraftaverk. Það er rosalega erfitt að láta bíómyndir verða að veruleika. En ég myndi virkilega vilja sjá hana á skjánum,“ sagði Fielding í viðtali við The Radio Times á dögunum. Elskar að vera Bridget Sjálf hefur Zellweger látið hafa það eftir sér að hún væri meira en til í að bregða sér í hlutverk Bridget einu sinni enn. „Hún er svo skemmtileg. Ég elska að setja mig í hennar spor. Ég hef svo gaman að því að vera á setti, þar sem allar ákvarðanir sem við tökum snúast bara um það að gera líf hennar sem vandræðalegast. Það er svo gaman,“ sagði Zellweger í viðtali á árinu.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. 8. apríl 2020 11:31 Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Myndin nefnist Bridget Jones's Baby og verður frumsýnd næsta haust. 23. mars 2016 20:00 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. 8. apríl 2020 11:31
Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Myndin nefnist Bridget Jones's Baby og verður frumsýnd næsta haust. 23. mars 2016 20:00