Óskar Hrafn ekkert svakalega ánægður með Ísak: Ef ég vil það þá segi ég það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:00 Ísak Snær Þorvaldsson fagnar einu mark sinna í sumar með félögum sínum í Breiðabliki. Dagur Dan Þórhallsson hoppar upp á hann en Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson koma aðvífandi. Vísir/Vilhelm Ísak Snær Þorvaldsson átti magnað fyrsta tímabil með Breiðabliki og var kjörinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Stúkunni. Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira