Óskar Hrafn ekkert svakalega ánægður með Ísak: Ef ég vil það þá segi ég það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:00 Ísak Snær Þorvaldsson fagnar einu mark sinna í sumar með félögum sínum í Breiðabliki. Dagur Dan Þórhallsson hoppar upp á hann en Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson koma aðvífandi. Vísir/Vilhelm Ísak Snær Þorvaldsson átti magnað fyrsta tímabil með Breiðabliki og var kjörinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Stúkunni. Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira