Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. október 2022 21:40 Kristrún segir framboðið alls ekki koma á óvart og sé í raun óhjákvæmilegt. VÍSIR/SIGURJÓN Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10
„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57
Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19