Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 23:01 Þjálfari Liverpool fór um víðan völl á blaðamannafundi kvöldsins. Nick Potts/Getty Images „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Sjá meira
Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Sjá meira