Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 20:00 Lið ársins 2022. Stúkan Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira