„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:30 Bjarni Benediksston, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira