Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2022 14:01 Þjófarnir rændu einni flösku af Chateau d´Yquem frá árinu 1806, sem metin er á andvirði 45 milljóna íslenskra króna. Wikimedia Commons Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira