„Svona gera bara trúðar“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 07:32 Cristiano Ronaldo þekkir það að vera ungur að gera brellur á Old Trafford sem ekki allir eru hrifnir af. Hér kemur hann skilaboðum til Antony fyrir leikinn við Sheriff í gær. Getty/Simon Stacpoole Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta. Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira