Dagný setur spurningamerki við hversu „hröð“ hún er í FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 14:01 Dagný er mjög hissa á þessu öllu saman. Alex Burstow/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er ekki parsátt með einkunnagjöf sína í tölvuleiknum FIFA 23. Dagný telur sig vera töluvert hraðari á velli en einkunnaspjald hennar segir til um. Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira