Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2022 09:31 Frá Hólum í Hjaltadal. Sigurjón Ólason „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13