Sjáðu Pohlstjörnuna, hálstakið og stórskrýtið sjálfsmark Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 07:31 Guðmundur Magnússon og Jannik Pohl skoruðu mörk Fram gegn FH í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA-menn nýttu sér hrikaleg mistök miðvarða Stjörnunnar og eiga góða möguleika á að enda í 2. sæti Bestu deildar karla í fótbolta, eftir 3-0 sigur í Garðabæ í gær. Fram vann einnig 3-0 gegn FH og frestaði nær óumflýjanlegu falli Skagamanna niður um deild. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér að neðan en næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar lýkur svo í kvöld þegar Víkingur og KR mætast. Lokaumferðin er næsta laugardag klukkan 13 og verður öll leikin á sama tíma. KA er þremur stigum fyrir ofan Víking í baráttunni um 2. sæti en ef Víkingar vinna KR í kvöld komast þeir aftur upp í 2. sætið á markatölu. Rauða spjaldið sem Daníel Laxdal fékk gegn KA í gær, fyrir að taka Elfar Árna Aðalsteinsson hálstaki, vakti mikla athygli. Skömmu áður en að brottrekstrinum kom hafði Elfar Árni náð að koma KA í 1-0. Í seinni hálfleik jókst svo munurinn eftir slæm mistök miðvarða Stjörnunnar, fyrst þegar Sindri Þór Ingimarsson missti langa sendingu yfir sig og Jakob Snær Árnason skoraði, og svo þegar Björn Berg Bryde skallaði boltann óáreittur í eigið mark eftir hornspyrnu. Klippa: Mörk KA gegn Stjörnunni Fram komst í 2-0 í fyrri hálfleik gegn FH með mörkum Jannik Pohl, í bæði skiptin eftir að Framarar höfðu unnið boltann við eigin vítateig. Guðmundur Magnússon skoraði svo þriðja markið og jafnaði þar með Nökkva Þeyr Þórisson í keppninni um markakóngstitilinn í Bestu deildinni, með sínu sautjánda marki á tímabilinu. Fram mætir Keflavík á útivelli í lokaumferðinni, þar sem Guðmundur þarf að skora til að ná gullskónum. Klippa: Mörk Fram gegn FH Tap FH þýðir að ÍA getur enn tæknilega séð haldið sér uppi í Bestu deildinni en þá þarf liðið að vinna tíu marka sigur gegn FH í lokaumferðinni. ÍA er nefnilega í næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir FH en með nítján mörkum verri markatölu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stjarnan Fram FH Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér að neðan en næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar lýkur svo í kvöld þegar Víkingur og KR mætast. Lokaumferðin er næsta laugardag klukkan 13 og verður öll leikin á sama tíma. KA er þremur stigum fyrir ofan Víking í baráttunni um 2. sæti en ef Víkingar vinna KR í kvöld komast þeir aftur upp í 2. sætið á markatölu. Rauða spjaldið sem Daníel Laxdal fékk gegn KA í gær, fyrir að taka Elfar Árna Aðalsteinsson hálstaki, vakti mikla athygli. Skömmu áður en að brottrekstrinum kom hafði Elfar Árni náð að koma KA í 1-0. Í seinni hálfleik jókst svo munurinn eftir slæm mistök miðvarða Stjörnunnar, fyrst þegar Sindri Þór Ingimarsson missti langa sendingu yfir sig og Jakob Snær Árnason skoraði, og svo þegar Björn Berg Bryde skallaði boltann óáreittur í eigið mark eftir hornspyrnu. Klippa: Mörk KA gegn Stjörnunni Fram komst í 2-0 í fyrri hálfleik gegn FH með mörkum Jannik Pohl, í bæði skiptin eftir að Framarar höfðu unnið boltann við eigin vítateig. Guðmundur Magnússon skoraði svo þriðja markið og jafnaði þar með Nökkva Þeyr Þórisson í keppninni um markakóngstitilinn í Bestu deildinni, með sínu sautjánda marki á tímabilinu. Fram mætir Keflavík á útivelli í lokaumferðinni, þar sem Guðmundur þarf að skora til að ná gullskónum. Klippa: Mörk Fram gegn FH Tap FH þýðir að ÍA getur enn tæknilega séð haldið sér uppi í Bestu deildinni en þá þarf liðið að vinna tíu marka sigur gegn FH í lokaumferðinni. ÍA er nefnilega í næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir FH en með nítján mörkum verri markatölu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stjarnan Fram FH Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn