Til skoðunar að taka í notkun breiðvirkara bóluefni gegn HPV Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2022 07:28 Gardasil verndar gegn fleiri tegundum HPV en Cervarix. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir þörf á því að skipta um bóluefni gegn HPV-veirunni hér á landi en hingað til hefur bóluefnið Cervarix verið boðið stúlkum við 12 ára aldur. Það ver gegn tveimur tegundum HPV-veirunnar og veitir um 70 prósenta vörn en hins vegar er annað bóluefni í boði erlendis, Gardasil, sem ver gegn níu tegundum HPV og veitir um 90 prósenta vörn. HPV-veiran á þátt í myndun leghálskrabbameins og er til staðar hjá langflestum þeirra sem greinast með sjúkdóminn eða forstigsbreytingar hans. Ástæða þess að Cervarix var valið fram yfir Gardasil í síðasta útboði var kostnaður. Maríanna Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þriggja barna móðir, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé miður að á Íslandi sé stúlkum ekki boðið upp á besta mögulega kostinn. Hún afþakkaði Cervarix fyrir dætur sínar og hafði samband við heimilislækni fjölskyldunnar sem pantaði Gardasil. „Við konur þekkjum allar konur sem hafa fengið frumubreytingar og margar sem hafa farið í keiluskurð. Ef við getum komið í veg fyrir þetta líkt og er gert með aðrar veirutegundir, af hverju þá ekki?“ Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, játar því að kvensjúkdómalæknar hafi sett sig í samband við landlæknisembættið vegna málsins. Það verði farið í útboð á næstu mánuðum og þá muni koma í ljós hvaða bóluefni verður á boðstólnum frá haustinu 2023. Fréttablaðið hefur eftir heilbrigðisráðherra að þörf sé á að breyta um bóluefni. Málið hafi verið til skoðunar hjá sóttvarnalæknir og niðurstöður fari að liggja fyrir. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Vísindi Bólusetningar Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Það ver gegn tveimur tegundum HPV-veirunnar og veitir um 70 prósenta vörn en hins vegar er annað bóluefni í boði erlendis, Gardasil, sem ver gegn níu tegundum HPV og veitir um 90 prósenta vörn. HPV-veiran á þátt í myndun leghálskrabbameins og er til staðar hjá langflestum þeirra sem greinast með sjúkdóminn eða forstigsbreytingar hans. Ástæða þess að Cervarix var valið fram yfir Gardasil í síðasta útboði var kostnaður. Maríanna Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þriggja barna móðir, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé miður að á Íslandi sé stúlkum ekki boðið upp á besta mögulega kostinn. Hún afþakkaði Cervarix fyrir dætur sínar og hafði samband við heimilislækni fjölskyldunnar sem pantaði Gardasil. „Við konur þekkjum allar konur sem hafa fengið frumubreytingar og margar sem hafa farið í keiluskurð. Ef við getum komið í veg fyrir þetta líkt og er gert með aðrar veirutegundir, af hverju þá ekki?“ Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, játar því að kvensjúkdómalæknar hafi sett sig í samband við landlæknisembættið vegna málsins. Það verði farið í útboð á næstu mánuðum og þá muni koma í ljós hvaða bóluefni verður á boðstólnum frá haustinu 2023. Fréttablaðið hefur eftir heilbrigðisráðherra að þörf sé á að breyta um bóluefni. Málið hafi verið til skoðunar hjá sóttvarnalæknir og niðurstöður fari að liggja fyrir.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Vísindi Bólusetningar Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira