Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2022 22:11 Glíman við Ásmund glímukóng hefst. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með. Sigurjón Ólason Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07