Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 21:01 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. Ríflega 3200 flóttamenn hafa komið til landsins frá því í upphafi árs, þar af tæplega 1900 frá Úkraínu, 661 frá Venesúela og 152 frá Palestínu. Síðustu fjórtán daga hafa 258 sótt um vernd, þar af 113 síðustu sjö daga. Útlendingastofnun spáir því að flóttamenn verði um fimm þúsund í ár. Það sem af er ári hafa ríflega 3.200 sótt um vernd hér á landi.Grafík/Kristján Dómsmálaráðherra segir yfirvöld hafa misst ákveðna stjórn á stöðunni þar sem þau ráði ekki við hvernig fólk streymir til landsins en Ísland taki við hlutfallslega langflestum flóttamönnum í Evrópu. „Við erum hér með ákveðið umhverfi sem virkar eins og segull á ákveðna hópa í að koma hingað frekar en annað,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um þá stöðu sem blasir nú við. „Við þurfum að grípa til ráðstafana þar sem vandamálið er að vaxa okkur, að mínu mati, yfir höfuð.“ Frumvarp um breytingar á útlendingalögum fari væntanlega inn á þingið á næstu dögum en löggjöfin þurfi í samspili við aðrar ráðstafanir að stemma stigu við þróuninni. Þá séu til að mynda brottvísanir í fullum gangi, þó ákveðnir erfiðleikar blasi við þar. „Við þurfum kannski að horfa til þess að koma á ákveðnara skipulagi, við höfum reyndar verið að gera ráðstafanir til að gera þær skilvirkari, en við erum með ábendingar frá samstarfsþjóðum okkar inn í Schengen að þessi þáttur sé ekki í nógu góðum farvegi,“ segir Jón. Þurfi að gera kerfið í kringum brottvísanir skilvirkara Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra eru 35 einstaklingar sem til að mynda er verið að undirbúa að flytja til Grikklands. Af þeim hafa átta ekki fundist og gætu því verið enn á landinu eða komin úr landi. Í öðrum löndum eru að sögn Jóns svokölluð takmörkuð búsetuúrræði þar sem haldið sé utan um einstaklinga sem hafi hlotið synjun um vernd og för þeirra takmörkuð á meðan þau bíði þess að vera vísað úr landi. Þannig er auðveldara að hafa uppi á umræddum einstaklingum þegar að því kemur. „Við erum ekki með slík búsetuúrræði en eigum að uppfylla þau skilyrði samkvæmt Schengen sáttmálanum og höfum fengið athugasemdir við það að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag hér í þessum málum og hjá öðrum þjóðum. Við þurfum að horfa til þess að gera það kerfi skilvirkara heldur en það er,“ segir Jón. Auk þess sem bregðast þurfi við því þá segir Jón að innviðir ráði ekki við fjöldann sem þegar sé kominn og telur að vandinn muni aðeins fara vaxandi. „Við sjáum vandamálin í dag, við erum farin að opna hér fjöldahjálpastöðvar, ég spái því að þær þurfi að verða fleiri í framtíðinni, þannig að áskoranirnar eru það miklar að það blasir við öllum sem að skoða þetta að við verðum að stíga hér mjög fast til jarðar,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01 Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Ríflega 3200 flóttamenn hafa komið til landsins frá því í upphafi árs, þar af tæplega 1900 frá Úkraínu, 661 frá Venesúela og 152 frá Palestínu. Síðustu fjórtán daga hafa 258 sótt um vernd, þar af 113 síðustu sjö daga. Útlendingastofnun spáir því að flóttamenn verði um fimm þúsund í ár. Það sem af er ári hafa ríflega 3.200 sótt um vernd hér á landi.Grafík/Kristján Dómsmálaráðherra segir yfirvöld hafa misst ákveðna stjórn á stöðunni þar sem þau ráði ekki við hvernig fólk streymir til landsins en Ísland taki við hlutfallslega langflestum flóttamönnum í Evrópu. „Við erum hér með ákveðið umhverfi sem virkar eins og segull á ákveðna hópa í að koma hingað frekar en annað,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um þá stöðu sem blasir nú við. „Við þurfum að grípa til ráðstafana þar sem vandamálið er að vaxa okkur, að mínu mati, yfir höfuð.“ Frumvarp um breytingar á útlendingalögum fari væntanlega inn á þingið á næstu dögum en löggjöfin þurfi í samspili við aðrar ráðstafanir að stemma stigu við þróuninni. Þá séu til að mynda brottvísanir í fullum gangi, þó ákveðnir erfiðleikar blasi við þar. „Við þurfum kannski að horfa til þess að koma á ákveðnara skipulagi, við höfum reyndar verið að gera ráðstafanir til að gera þær skilvirkari, en við erum með ábendingar frá samstarfsþjóðum okkar inn í Schengen að þessi þáttur sé ekki í nógu góðum farvegi,“ segir Jón. Þurfi að gera kerfið í kringum brottvísanir skilvirkara Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra eru 35 einstaklingar sem til að mynda er verið að undirbúa að flytja til Grikklands. Af þeim hafa átta ekki fundist og gætu því verið enn á landinu eða komin úr landi. Í öðrum löndum eru að sögn Jóns svokölluð takmörkuð búsetuúrræði þar sem haldið sé utan um einstaklinga sem hafi hlotið synjun um vernd og för þeirra takmörkuð á meðan þau bíði þess að vera vísað úr landi. Þannig er auðveldara að hafa uppi á umræddum einstaklingum þegar að því kemur. „Við erum ekki með slík búsetuúrræði en eigum að uppfylla þau skilyrði samkvæmt Schengen sáttmálanum og höfum fengið athugasemdir við það að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag hér í þessum málum og hjá öðrum þjóðum. Við þurfum að horfa til þess að gera það kerfi skilvirkara heldur en það er,“ segir Jón. Auk þess sem bregðast þurfi við því þá segir Jón að innviðir ráði ekki við fjöldann sem þegar sé kominn og telur að vandinn muni aðeins fara vaxandi. „Við sjáum vandamálin í dag, við erum farin að opna hér fjöldahjálpastöðvar, ég spái því að þær þurfi að verða fleiri í framtíðinni, þannig að áskoranirnar eru það miklar að það blasir við öllum sem að skoða þetta að við verðum að stíga hér mjög fast til jarðar,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01 Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32
Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43