Stjórn Prestafélagsins fundar í dag í skugga afsagnar formanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2022 14:34 Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Vísir/Vilhelm t.v. Kirkjan.is t.h. Stjórn Prestafélags Íslands fundar í dag um næstu skref nú í kjölfar þess að formaður félagsins hefur sagt af sér eftir vantraustsyfirlýsingu prestvígðra kvenna. Varaformaður félagsins segir forgangsmál að lægja öldurnar. Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“ Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“
Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15