Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 16:15 Helga Sigrún Harðardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Hún skefur ekki utan af því í umsögn um fjárlög ársins 2023. Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum. „Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
„Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira