Við höfum val og vald Hrefna Rós Sætran skrifar 12. október 2022 10:30 Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun