Ráðherra segir heimildir til að afturkalla ákvörðun „mjög takmarkaðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2022 07:17 Harpa Þórisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir við skipun Hörpu í embætti þjóðminjavarðar. Stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segist ekki geta afturkallað skipun Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar, þar sem heimildir stjórnvalds til að breyta og/eða afturkalla ákvörðun séu „mjög takmarkaðar og háðar þröngum skilyrðum“. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins, þar sem vísað er til rits um stjórnsýslulög eftir Pál Hreinson frá 1994. Þar segir: „Ef stjórnvöld hefðu alveg frjálsar hendur um það hvort og hvenær þau tækju ákvarðanir til endurskoðunar, myndi rísa óviðunandi réttaróvissa. Af þeim sökum eru reistar skorður við því, bæði í skráðum og óskráðum reglum, hvenær hægt er að taka ákvörðun til endurskoðunar.“ Ráðherra segir einnig að ákvörðun um skipun Hörpu hefði verið tekin á faglegum forsendum. Málefnalegar forsendur væru ekki fyrir hendi til að afturkalla flutning Hörpu milli starfa, þrátt fyrir ítrekuð og hávær mótmæli fagfólks. Eins og fram hefur komið var búið að semja auglýsingu í ráðuneytinu um starf þjóðminjavarðar þegar Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri lagði fram þá tillögu að flytja Hörpu milli starfa. Fagfólk hefur hins vegar harðlega gagnrýnt ákvörðunina og segir meðal annars að með flutningnum hafi aðrir verið rændir tækifærinu til að spreyta sig í umsóknarferlinu. Menning Deilur um skipun þjóðminjavarðar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins, þar sem vísað er til rits um stjórnsýslulög eftir Pál Hreinson frá 1994. Þar segir: „Ef stjórnvöld hefðu alveg frjálsar hendur um það hvort og hvenær þau tækju ákvarðanir til endurskoðunar, myndi rísa óviðunandi réttaróvissa. Af þeim sökum eru reistar skorður við því, bæði í skráðum og óskráðum reglum, hvenær hægt er að taka ákvörðun til endurskoðunar.“ Ráðherra segir einnig að ákvörðun um skipun Hörpu hefði verið tekin á faglegum forsendum. Málefnalegar forsendur væru ekki fyrir hendi til að afturkalla flutning Hörpu milli starfa, þrátt fyrir ítrekuð og hávær mótmæli fagfólks. Eins og fram hefur komið var búið að semja auglýsingu í ráðuneytinu um starf þjóðminjavarðar þegar Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri lagði fram þá tillögu að flytja Hörpu milli starfa. Fagfólk hefur hins vegar harðlega gagnrýnt ákvörðunina og segir meðal annars að með flutningnum hafi aðrir verið rændir tækifærinu til að spreyta sig í umsóknarferlinu.
Menning Deilur um skipun þjóðminjavarðar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira