Silli kokkur keppir á stærstu götubitakeppni í heimi Elísabet Hanna skrifar 6. október 2022 16:36 Fjölskyldan sér um að reka matarvagninn saman. Aðsend Sigvaldi Jóhannesson keppir á stærstu götubitakeppni í heimi, keppninni European Street Food Awards sem fer fram um helgina í Munich, Þýskalandi. Matarvagninn fór á flug hjá hjónunum fyrir einskæra tilviljun þegar þegar Covid skall á. Hefur sigrað forkeppnina þrjú ár í röð Vagninn rekur Silli kokkur eins og hann er oftast kallaður, ásamt eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. Í vagninum starfa líka börnin þeirra Petrós María og Grétar Jóhannes ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Öll eru þau stödd saman í Þýskalandi. „Þetta er geðveikt, það er allt að smella, við erum að ná í matinn og vagninn kom áðan,“ segir Silli í samtali við Vísi frá Þýskalandi. Aðspurður hvernig taugarnar séu fyrir keppnina segist hann almennt vera rólegur að eðlisfari „Ef þú ætlar að vera alltof stressaður kokkur þá endist þú stutt,“ segir hann einnig og hlær. Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi og þar verður að finna sextán af bestu götubitum í Evrópu. Í ár mun Silli Kokkur keppa fyrir Íslands hönd en hann hefur sigrað forkeppnina hér á landi, besti götubiti Íslands, síðustu þrjú ár eða frá árinu 2020. Hann tekur þátt í þremur flokkum í keppninni um helgina: Besti hamborgarinn Besta samlokan Besti Götubitinn í Evrópu 2022 Silli keppir meðal annars í flokknum Besti hamborgarinn.Aðsend Silli segist vera spenntur að smakka matinn sem hinir vagnarnir hafa upp á að bjóða enda séu þetta bestu vagnarnir í Evrópu. „Þetta er frábær hátíð og það er ótrúlega gaman að koma og fá að taka þátt.“ Varð til fyrir tilviljun Fyrsta „giggið“ hjá matarvagninum var á 17. júní árið 2020. Í gegnum árin, áður en vagninn kom til sögunnar, hefur Silli alltaf verið að framleiða lítið magn af hamborgurum og pulsum en hann rak veisluþjónustu og leigði út sal áður en heimsfaraldurinn hófst. Það var svo þegar Covid skall á sem þau hjónin eyddu þremur mánuðum upp í bústað í einangrun líkt og megnið af þjóðinni. Þar fengu þau þá hugmynd að bjóða upp á pakka til þess að selja fólki á grillið heima. Eftir að landslagið í samfélaginu breyttist gátu þau svo byrjað að bjóða fólki upp á að smakka matinn eins og hann matreiðir hann. Þá buðu þau upp á afgreiðslu úr bílalúgu. Í framhaldinu fjárfestu þau í vagninum sem hefur slegið rækilega í gegn og sinna þau einnig veisluþjónustu á honum. View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Matreiðslubók Það er mikið um að vera en Silli kokkur var einnig að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, Handbók Veiðimannsins, sem er viðeigandi þar sem hann er sjálfur mikill veiðimaður. Í henni deilir hann öllum sínum uppáhalds uppskriftum. Hann segir það vera gott að geta komið öllum uppskriftunum í bók þar sem hann fái reglulega fyrirspurnir um uppskriftir líkt og hreindýrabollurnar, gæs og pottrétti á samfélagsmiðlum. „Það eru margir að spyrja mig afhverju ég er að gefa allar aðal uppskriftirnar mínar. Ég lít þannig á það að þú færð ekkert nema að gefa, það er bara karma.“ View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Fyrsta pöntun af bókinni seldist upp en hún verður seld í Veiðihorninu og á heimasíðu Silla þegar hún kemur aftur til landsins. Hægt er að fylgjast með opnunum vagnsins hér. Þeir sem vilja fylgjast með fjölskyldunni á keppninni í Þýskalandi um helgina geta gert það í gegnum samfélagsmiðlum Reykjavík Street Food á Facebook og Instagram. Matur Veitingastaðir Þýskaland Hamborgarar Tengdar fréttir Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. 17. júlí 2022 19:51 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Hefur sigrað forkeppnina þrjú ár í röð Vagninn rekur Silli kokkur eins og hann er oftast kallaður, ásamt eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. Í vagninum starfa líka börnin þeirra Petrós María og Grétar Jóhannes ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Öll eru þau stödd saman í Þýskalandi. „Þetta er geðveikt, það er allt að smella, við erum að ná í matinn og vagninn kom áðan,“ segir Silli í samtali við Vísi frá Þýskalandi. Aðspurður hvernig taugarnar séu fyrir keppnina segist hann almennt vera rólegur að eðlisfari „Ef þú ætlar að vera alltof stressaður kokkur þá endist þú stutt,“ segir hann einnig og hlær. Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi og þar verður að finna sextán af bestu götubitum í Evrópu. Í ár mun Silli Kokkur keppa fyrir Íslands hönd en hann hefur sigrað forkeppnina hér á landi, besti götubiti Íslands, síðustu þrjú ár eða frá árinu 2020. Hann tekur þátt í þremur flokkum í keppninni um helgina: Besti hamborgarinn Besta samlokan Besti Götubitinn í Evrópu 2022 Silli keppir meðal annars í flokknum Besti hamborgarinn.Aðsend Silli segist vera spenntur að smakka matinn sem hinir vagnarnir hafa upp á að bjóða enda séu þetta bestu vagnarnir í Evrópu. „Þetta er frábær hátíð og það er ótrúlega gaman að koma og fá að taka þátt.“ Varð til fyrir tilviljun Fyrsta „giggið“ hjá matarvagninum var á 17. júní árið 2020. Í gegnum árin, áður en vagninn kom til sögunnar, hefur Silli alltaf verið að framleiða lítið magn af hamborgurum og pulsum en hann rak veisluþjónustu og leigði út sal áður en heimsfaraldurinn hófst. Það var svo þegar Covid skall á sem þau hjónin eyddu þremur mánuðum upp í bústað í einangrun líkt og megnið af þjóðinni. Þar fengu þau þá hugmynd að bjóða upp á pakka til þess að selja fólki á grillið heima. Eftir að landslagið í samfélaginu breyttist gátu þau svo byrjað að bjóða fólki upp á að smakka matinn eins og hann matreiðir hann. Þá buðu þau upp á afgreiðslu úr bílalúgu. Í framhaldinu fjárfestu þau í vagninum sem hefur slegið rækilega í gegn og sinna þau einnig veisluþjónustu á honum. View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Matreiðslubók Það er mikið um að vera en Silli kokkur var einnig að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, Handbók Veiðimannsins, sem er viðeigandi þar sem hann er sjálfur mikill veiðimaður. Í henni deilir hann öllum sínum uppáhalds uppskriftum. Hann segir það vera gott að geta komið öllum uppskriftunum í bók þar sem hann fái reglulega fyrirspurnir um uppskriftir líkt og hreindýrabollurnar, gæs og pottrétti á samfélagsmiðlum. „Það eru margir að spyrja mig afhverju ég er að gefa allar aðal uppskriftirnar mínar. Ég lít þannig á það að þú færð ekkert nema að gefa, það er bara karma.“ View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Fyrsta pöntun af bókinni seldist upp en hún verður seld í Veiðihorninu og á heimasíðu Silla þegar hún kemur aftur til landsins. Hægt er að fylgjast með opnunum vagnsins hér. Þeir sem vilja fylgjast með fjölskyldunni á keppninni í Þýskalandi um helgina geta gert það í gegnum samfélagsmiðlum Reykjavík Street Food á Facebook og Instagram.
Matur Veitingastaðir Þýskaland Hamborgarar Tengdar fréttir Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. 17. júlí 2022 19:51 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. 17. júlí 2022 19:51