Stefna á nýjan golfvöll í Múlaþingi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2022 07:02 Friðrik Bjartur Magnússon, stjórnarmaður Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, segir golfvöllinn í Ekkjufelli ekki uppfylla kröfur klúbbsins. Markaðsstofa Austurlands/Aðsend Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. Þrír fulltrúar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs kynntu á þriðjudaginn hugmyndir varðandi mögulega framtíðarstaðsetningu golfvallar félagsins í landi Eiða fyrir byggðaráði Múlaþings. Eigendur Eiða hafa áhuga á golfvelli á landinu. Búið að meta landið Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Bjartur Magnússon, stjórnarmaður í klúbbnum, klúbbastarfið hafi ekki litið vel út síðustu ár. Rekja megi það að miklu leiti til vallarins við Ekkjufell. „Það hefur alltaf verið í umræðunni að færa völlinn úr Ekkjufelli. Því það er leiguland og eitthvað í kringum það. Síðan datt þetta upp í hendurnar á okkur með landið á Eiðum fyrir tveimur árum síðan þegar nýir eigendur kaupa svæðið. Þá kemur hugmyndin í samstarfi við þá að byggja mögulega átján holu golfvöll þar,“ segir Friðrik. Búið er að meta landið við Eiðar og hefur golfvallahönnuðurinn Edwin Roald teiknað upp hugmyndir að nýjum velli. Að mati Edwins liggur landið vel fyrir golfvöll og að það bjóði upp á mikla möguleika. Friðrik segir að byggðaráð hafi tekið vel í hugmynd þeirra og að þeir hafi fengið jákvæðar undirtektir heilt yfir. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að nýr völlur rísi bráðlega en er viss um að ef klúbburinn kyndir vel undir þessu þá muni það gerast fyrr en síðar. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina alls konar hugmyndir og vinna farið af stað. Fyrir nokkrum árum var vinna komin langt með að fá golfvöll á Eyvindará. það var búið að teikna hann upp en það strandaði síðan á því að sveitarfélagið vildi ekki gefa landið sem til stóð að nýta í það því það væri mögulegt byggingaland í framtíðinni. Síðan hafa verið hugmyndir um að hafa völl á Finnsstöðum,“ segir Friðrik. Vill ekki bara lasta völlinn Þrátt fyrir að vilja færa völlinn segir Friðrik að Ekkjufellið hafi í tíðina reynst iðkendum ágætur. „Það er margt gott að segja um þennan golfvöll og mikil vinna sem hefur farið í það að útbúa hann og halda honum uppi síðustu árin. Þannig við skulum ekki bara lasta hann,“ segir Friðrik. Byggðaráð skaut málinu til sveitarstjóra sem mun meðal annars sjá um aðstoð í samskiptum félagsins við eigendur Ekkjufells. Ef ásættanleg niðurstaða fæst í mál núverandi aðstöðu verður gengið til samninga við eigendur Eiða varðandi landskipti. Golf Múlaþing Sveitarstjórnarmál Byggðamál Skipulag Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira
Þrír fulltrúar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs kynntu á þriðjudaginn hugmyndir varðandi mögulega framtíðarstaðsetningu golfvallar félagsins í landi Eiða fyrir byggðaráði Múlaþings. Eigendur Eiða hafa áhuga á golfvelli á landinu. Búið að meta landið Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Bjartur Magnússon, stjórnarmaður í klúbbnum, klúbbastarfið hafi ekki litið vel út síðustu ár. Rekja megi það að miklu leiti til vallarins við Ekkjufell. „Það hefur alltaf verið í umræðunni að færa völlinn úr Ekkjufelli. Því það er leiguland og eitthvað í kringum það. Síðan datt þetta upp í hendurnar á okkur með landið á Eiðum fyrir tveimur árum síðan þegar nýir eigendur kaupa svæðið. Þá kemur hugmyndin í samstarfi við þá að byggja mögulega átján holu golfvöll þar,“ segir Friðrik. Búið er að meta landið við Eiðar og hefur golfvallahönnuðurinn Edwin Roald teiknað upp hugmyndir að nýjum velli. Að mati Edwins liggur landið vel fyrir golfvöll og að það bjóði upp á mikla möguleika. Friðrik segir að byggðaráð hafi tekið vel í hugmynd þeirra og að þeir hafi fengið jákvæðar undirtektir heilt yfir. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að nýr völlur rísi bráðlega en er viss um að ef klúbburinn kyndir vel undir þessu þá muni það gerast fyrr en síðar. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina alls konar hugmyndir og vinna farið af stað. Fyrir nokkrum árum var vinna komin langt með að fá golfvöll á Eyvindará. það var búið að teikna hann upp en það strandaði síðan á því að sveitarfélagið vildi ekki gefa landið sem til stóð að nýta í það því það væri mögulegt byggingaland í framtíðinni. Síðan hafa verið hugmyndir um að hafa völl á Finnsstöðum,“ segir Friðrik. Vill ekki bara lasta völlinn Þrátt fyrir að vilja færa völlinn segir Friðrik að Ekkjufellið hafi í tíðina reynst iðkendum ágætur. „Það er margt gott að segja um þennan golfvöll og mikil vinna sem hefur farið í það að útbúa hann og halda honum uppi síðustu árin. Þannig við skulum ekki bara lasta hann,“ segir Friðrik. Byggðaráð skaut málinu til sveitarstjóra sem mun meðal annars sjá um aðstoð í samskiptum félagsins við eigendur Ekkjufells. Ef ásættanleg niðurstaða fæst í mál núverandi aðstöðu verður gengið til samninga við eigendur Eiða varðandi landskipti.
Golf Múlaþing Sveitarstjórnarmál Byggðamál Skipulag Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira