Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 20:54 Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafði ekki tjáð sig um mótmæli undanfarinna vikna fyrr en í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Mannréttindasamtök áætla að á annað hundrað manns hafi látist í mótmælum víða um Íran í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að fylgja ekki ströngum reglum um slæðunotkun kvenna 13. september. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í dag. Kallaði hann þau „óeirðir“ og sakaði erkióvini Írans og bandamenn þeirra um að „hanna“ þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hvatti leiðtoginn lögreglu til að búa sig undir frekari mótmæli. Konur hafa verið fremstar í flokki í mótmælunum. Margar þeirra hafa tekið af sér höfuðslæður eða brennt þær og kyrjað slagorð um „dauða einræðisherrans“ Khamenei. Mótmælin eru sögð ein mesta ógn við klerkastjórnina í fleiri ár. Í ræðu við útskrift lögreglu- og hermanna sagði æðsti leiðtoginn að dauði Amini hefði „brotið hjörtu okkar“. „En það sem er ekki eðlilegt er að sumt fólk hefur, án sannana eða rannsóknar, gert göturnar hættulegar, brennt Kóraninn, fjarlægt höfuðslæður af huldum konum og kveikt í moskum og bílum,“ sagði Khamenei. Bandaríkin og Ísrael stæðu að uppþotunum vegna þess að ríkin þyldu ekki hversu sterkt Íran væri að verða á öllum sviðum. Íran Bandaríkin Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28 Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Mannréttindasamtök áætla að á annað hundrað manns hafi látist í mótmælum víða um Íran í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að fylgja ekki ströngum reglum um slæðunotkun kvenna 13. september. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í dag. Kallaði hann þau „óeirðir“ og sakaði erkióvini Írans og bandamenn þeirra um að „hanna“ þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hvatti leiðtoginn lögreglu til að búa sig undir frekari mótmæli. Konur hafa verið fremstar í flokki í mótmælunum. Margar þeirra hafa tekið af sér höfuðslæður eða brennt þær og kyrjað slagorð um „dauða einræðisherrans“ Khamenei. Mótmælin eru sögð ein mesta ógn við klerkastjórnina í fleiri ár. Í ræðu við útskrift lögreglu- og hermanna sagði æðsti leiðtoginn að dauði Amini hefði „brotið hjörtu okkar“. „En það sem er ekki eðlilegt er að sumt fólk hefur, án sannana eða rannsóknar, gert göturnar hættulegar, brennt Kóraninn, fjarlægt höfuðslæður af huldum konum og kveikt í moskum og bílum,“ sagði Khamenei. Bandaríkin og Ísrael stæðu að uppþotunum vegna þess að ríkin þyldu ekki hversu sterkt Íran væri að verða á öllum sviðum.
Íran Bandaríkin Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28 Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20